Costa Brava

12
Costa Brava Velkomin til

description

Handbók Ferðaskrifstofu Íslands um Costa Brava.

Transcript of Costa Brava

Page 1: Costa Brava

Costa BravaVelkomin til

Page 2: Costa Brava

2

COSTA BRAVA

Page 3: Costa Brava

Velkomin til Spánar

Úrval-Útsýn, Plúsferðir og Sumarferðir bjóða farþega sína velkomna til Costa Brava á Spáni. Fararstjóri verður ykkur innan handar á meðan ferð stendur. Viðtalstímar eru á gististöðum okkar einu sinni í viku. Hikið ekki við að hafa samband á viðtalstímunum, en þeir eru nánar auglýstir í upplýsingamöppum á hótelum. Við hvetjum alla til að fylgjast vel með upplýsingamöppunum því þar eru allar tilkynningar settar sem varða ferðir og önnur atriði sem farþegar þurfa að vita.Í upplýsingamöppunni má finna þjónustu- og neyðarsímanúmer fararstjóra. Lýsingar á skoðunarferðum og hagnýtar upplýsingar eru einnig að finna í upplýsingamöppunum.

Við vonum að dvölin verði ánægjuleg og uppfylli væntingar ykkar.

COSTA BRAVA Costa Brava er einn af vinsælustu áfangastöðum ferðamanna á Spáni. Þetta fallega svæði hefur upp á allt að bjóða, fallega náttúru, ríka sögu, glæsilega gististaði og ótal möguleika á afþreyingu. Í nálægð við Pýrenafjöllin er landslagið margbreytilegt, allt frá klettabeltum til hvítra sanda. Sannarlega ógleymanleg náttúrufegurð. Yfir 214 kílómetrar af strandlengju tilheyra Costa Brava svæðinu og eru margir vel þekktir bæir innan þessara marka eins og Sitges, Girona og sjálf höfuðborg Katalóníu Barcelona.

LLORET DE MAR Helsti áfangastaður Úrvals Útsýnar, Sumarferða og Plúsferða á Costa Brava svæðinu er Lloret de Mar. Sá bær er 70 km frá Barcelona og eru góðar samgöngur á milli. Lloret de Mar er fallegur og heillandi strandbær. Bærinn er þekktur fyrir baðströndina sem hefur hlotið viðurkenningar fyrir snyrtimennsku. Á daginn er nóg um að vera fyrir unga sem

aldna. Strandlengjan heillar alla gesti og hægt er að busla í sjónum, byggja sandkastala eða bara flatmanga í sólinni. Bærinn eru fullur af lífi og þar er fjöldi er veitingahúsa, skemmtistaða og fjölbreytt úrval verslana. Næturlífið í Lloret de Mar er fjölbreytt en þar eru gestir frá Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi og Bretlandi. Bærinn er einnig fjölskylduvænn og alls staðar er gott aðgengi fyrir barnafólk.

TOSSA DE MAR Úrval Útsýn býður einnig upp á gistingu í Tossa de Mar. Bærinn Tossa de Mar er lítill og rólegur bær staðsettur í næstu vík við Lloret de Mar. Fjarlægðin á milli þessara bæja eru u.þ.b. 10 kílómetrar. Tossa de Mar er gamalt fiskimannaþorp með fallegri strönd og góðum hótelum. Við ströndina stendur tignarlegur kastali sem bærinn er þekktur fyrir. Mikil uppbygging í þjónustu við ferðamenn hefur átt sér stað undanfarin ár og víða er að finna góða veitingastaði. Tossa de Mar er tilvalinn áfangastaður fyrir þá sem vilja gera vel við sig í gistingu, aðbúnaði og jafnframt vera staðsettir stutt frá lífinu í Lloret de Mar og Barcelona.

SANTA SUSANNA Santa Susanna er fullkominn áfangastaður til að njóta sumarfrísins með fjölskyldunni. Santa Susanna er rólegur og fallegur bær staðsettur við Costa Maresme ströndina í Katalóníuhéraðinu. Aðeins tekur um 45 mínútur að komast inn í Barcelona frá lestarstöðinni í Santa Susanna. Vinsælt er hjá Spánverjum að eyða sumarfríinu í afslöppuðu andrúmslofti í Santa Susana við Miðjarðarhafið.

Afþreying Á Costa Brava svæðinu eru fjöldinn allur af skemmtigörðum og er þá helst að nefna vatnsrennibrautagarðinn Water World í Lloret de Mar og Aqauparc í Plaja d´Aro en í báðum þessum görðum er að finna fjöldann

COSTA BRAVA

3

Page 4: Costa Brava

allan af rennibrautum sem hæfa öllum aldurshópum. Í garðinum er einnig ein stærsta öldusundlaug í Evrópu, veitingastaðir og sérstök barnaleiksvæði. Sunnan við Barcelona, í Costa Dorada, er fjölskyldu og skemmtigarðurinn Port Aventura, einn glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Þar er fjöldinn allur af leiktækjum, stórir rússíbanar, vatnsrennibrautir, leiktæki fyrir börnin og fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir alla aldurshópa. Auðveldlega er hægt að eyða heilum degi og jafnvel fleiri í þessum frábæru skemmtigörðum.

VEÐURFARSérstaklega gott veðurfar er á Costa Brava svæðinu en meðalhitinn yfir hásumarið á ströndum Costa Brava er um 27 gráður. Helsti rigningartíminn er í október en meðalúrkoma á þeim tíma er um 94mm. Þetta stafar af því að Costa Brava svæðið er á milli Pýrenafjallanna og Miðjarðarhafsins.

FARARSTJÓRARFararstjóri Úrvals Útsýnar, Sumarferða og Plúsferða verður til aðstoðar á meðan ferðinni stendur. Við erum með enskumælandi fararstjóra og kemur hann til með að þjónusta farþega á Costa Brava svæðinu.

VIÐTALSTÍMAR Upplýsingar um viðtalstíma fararstjóra er að finna í upplýsingamöppu Úrvals Útsýnar, Sumarferða og Plúsferða á gististöðum. Í viðtalstímum getið þið fengið upplýsingar um ýmis atriði sem gæti gert dvölina ykkar ánægjulegri og eins bókað ykkur í skoðunarferðir.

ÞJÓNUSTUSÍMI Þjónustusími er opinn mánud-föstud. Í þjónustusímanum er hægt að bóka bílaleigubíla, skoðunarferðir og bera fram almenn erindi. Sjá símanúmer í upplýsingamöppu.

4

COSTA BRAVA

Page 5: Costa Brava

NEYÐARSÍMI Eftir kl 17:00 tekur neyðarvakt fararstjóra við þjónustusíma. Í neyðartilfellum er hægt að ná í fararstjóra allan sólarhringinn alla daga vikunar. ATH þetta númer er aðeins fyrir neyðartilfelli. Sjá símanúmer í upplýsingamöppu.

UPPLÝSINGAMÖPPUR Upplýsingamöppur er í viðtalsaðstöðu fararstjóra á öllum hótelum. Þar er að finna nánari upplýsingar um þjónustu ferðaskrifstofanna s.s viðtalstíma, símanúmer þjónustusíma, neyðarsíma og skoðunarferðir. Einnig er að finna lýsingar á skoðunarferðum ásamt frekari upplýsingum um Costa Brava, matsölustaði, skemmtigarða og margt fleira. Ýmsar tilkynningar frá fararstjórum eru settar í upplýsingamöppuna. Vinsamlegast fylgist reglulega með möppunni.

BROTTFÖRDaginn fyrir brottför er að finna fremst í upplýsingamöppu nákvæma tíma um brottför rútanna frá hótelum ásamt nánari upplýsingum um ferðatilhögun heimferðar. Innritun á flugvellinum í Barcelona BCN hefst 2 klst fyrir flugtak.

SKOÐUNARFERÐIR Bókað er í skoðunarferðir í viðtalstíma eða í þjónustusíma. Ferð sem farin er á mánudegi, þarf að bóka fyrir kl 16:00 á föstudegi. Bóka og afbóka þarf ferð með minnst sólarhrings fyrirvara. Barnagjald í skoðunarferðum er mismunandi. Sjá hverja ferð fyrir sig. Vinsamlegast greiðið skoðunarferðina við skráningu hjá fararstjóra. ATH eingöngu er hægt að greiða með evrum og ekki er hægt að greiða með kortum. Rúta kemur og sækir farþega á áður auglýstan stoppistað og tíma en athugið að mismunandi bið getur orðið eftir rútunni, eftir því hvaðan rútan hefur ferðina.

Almennar upplýsingar

APÓTEK Apótek heita Farmacia á spænsku og eru merkt með grænum krossi. Þau eru almennt opin alla virka daga frá 09:00-13:00 og frá 16:00-20:00. Eitt apótek er ávallt opið allan sólarhringinn en það breytist vikulega. Leigubílstjórar vita yfirleitt hvaða apótek er á vakt hverju sinni sem og starfsfólk í hótelmóttöku.

BANKAR / HRAÐBANKARBankar eru opnir alla virka daga frá 08:15-14:00. Lokað er á laugardögum og sunnudögum og almennum hátíðisdögum. Í nágrenni allra hótela eru hraðbankar og inni á mörgum hótelum. Spyrjið gestamóttöku um næsta hraðbanka. Ef kort týnist eða því stolið verður að loka því umsvifalaust. Neyðarsími Vísa á Íslandi er 00 354 525 2000 og Mastercard 00 354 533 1400.

GJALDMIÐILL Evra / Euro

HÓTELREGLUR Á öllum gististöðum eru reglur um umgengni. Ætlast er til að ró sé komin á fyrir miðnætti. Ekki er leyfilegt að halda veislur/party innandyra á Spáni. Vinsamlega kynnið ykkur reglur þess gististaðar sem þið dveljið á. Virðið þær og sýnið öðrum tillitsemi.

HÚSBÚNAÐUR Hverri íbúð fylgir ákveðið magn af eldunaráhöldum og borðbúnaði miðað við fjölda manns í gistingunni. Ef eitthvað vantar uppá er hægt að tala við gestamóttöku. Uppþvottabursti og uppþvottalögur fylgir venjulega ekki íbúðum af hreinlætisástæðum.

LEIGUBÍLARLeigubílastöðvar eru víða við hótelin. Grænt

COSTA BRAVA

5

Page 6: Costa Brava

ljós logar á leigubílunum ef þeir eru lausir. Símanúmer á Lloret de Mar (0034) 972365814 og (0034) 972362000

LÆKNAÞJÓNUSTAEf nauðsyn er á læknisaðstoð er hægt að hafa samband í þessi númer Hospital Comarcal Selva 972353264First Aid (CAP) 972372909Centro Medico Catalunia 900131211Center Medic Lloret 972372291 Center Medic Fenlas 972346079

Öll þessi númer eru í Lloret de Mar en neyðarnúmer á Spáni er 112

SJÚKRABÍLL Símanúmer er (0034) 972331431 á Lloret de Mar eða (0034) 112

RAFMAGNEr 220-240 volt. Hægt er að nota öll algengustu rafmagnstæki hér eins og heima á Íslandi.

MAGAVEIKIMeð breyttu mataræði, sól og hita gera meltingartruflanir oft vart við sig. Margir verða fyrir því að fá í magann og vilja gjarnan kenna matnum um. Í fæstum tilfellum er um matareitrun að ræða heldur er breyttu loftslagi, mataræði og köldum drykkjum um að kenna. Varist að drekka of kalda drykki í sólinni og sleppið ísmolum. Fortasec og Immodium eru góðar töflur við niðurgangi en ef þið eruð veik í meira en 2 daga er æskilegt að leita læknis.

SJÓBÖÐÁ flestum ströndum eru ákveðnar öryggisreglur. Þegar rauður fáni er við hún má alls ekki synda í sjónum, með gulan fána skal sýna varúð, en grænn fáni þýðir að óhætt sé að taka sundsprett.

SÓLBÖÐ – BRUNIFara þarf varlega í sólböðin, sérstaklega

fyrstu dagana meðan húðin er að venjast sólinni. Best er að vera ekki lengi í sólbaði til að byrja með og lengja tímann smátt og smátt. Notið sterka sólvörn í byrjun og munið að huga sérstaklega að börnunum. Þótt sólarvörnin sé vatnsheld þarf samt að bera hana á eftir tíð vatns- eða sjóböð. Höfuðföt eru nauðsynleg í sólinni og sérstaklega fyrir börnin. Gott er að hvíla sig á sólböðum yfir heitasta tímann frá 12.00-15.00. Athugið að drekka mikið vatn. Gott er að bera Aloe Vera gel eða hreina jógúrt á sólbruna. Ef um meiriháttar bruna er að ræða þarf að hafa samband við lækni.

OrðabelgurJá SiNei NoHalló HolaGóðan dag ( morgun) Buenos díasGott kvöld Buenas nochesGóða nótt Buenas noches/ Hasta mananaBless AdíosHvernig hefurðu það?Como éstas?Gott BuenoTakk GraciasAfsakið PerdónViltu vera svo góður! Por favor Allt í lagi Todo bienVatn AguaKaffi CaféMjólk LecheTe TéGull OroSilfur PlataLeður CueroHvað kostar þetta? Cuanto vale ?Lokað CerradoOpið AbiertoBréf CartaFrímerki SelloApótek FarmaciaBanki BancoHvað er klukkan? Qué hora es ?

6

COSTA BRAVA

Page 7: Costa Brava

COSTA BRAVA

7

Page 8: Costa Brava

8

COSTA BRAVA

Page 9: Costa Brava

Hvenær? Cuando ?Flugvöllur AeropuertoStrætisvagn Autobus /Gua-guaVinstri IzquierdaHægri DerechaBeint áfram RectoEpli ManzanaAppelsína NaranjaBanani PlátanoJarðaber FresasTómatar TomatesAgúrka Pepino Súpa SopaKjúklingur PolloFiskur PescadoKjöt Carne

TÖLUORÐ:1 Uno2 Dos3 Tres4 Quatro5 Cinco6 Seis7 Siete8 Ocho9 Nueve10 Diez

VIKUDAGARNIRMánudagur LunesÞriðjudagur MartesMiðvikudagur MiercolesFimmtudagur Jueves

Föstudagur ViernesLaugardagur SabadoSunnudagur Domingo

KAFFICafé solo- Sterkt expresso kaffi.Café cortado- Espresso kaffi með örlítilli mjólk. Café con leche- Espresso kaffi með mikilli mjólk.Café americano- Líkist mest kaffinu heima. Carajillo- Espresso kaffi með brandy eða baileys út í. Bon Bon/Leche y leche - Espresso kaffi með niðursoðinni mjólk. Barraquido- Espresso kaffi með niðursoðinni mjólk ásamt líkjör 43.

TÖLVUR OG INTERNETNær öll hótelin bjóða uppá internetaðgang gegn vægu eða engu gjaldi. Í anddyrum margra hótela er hægt að vera í þráðlausu netsambandi með eigin fartölvu. Á mörgum hótelum er hægt að komast á internetið í gegnum sjónvarpið á hótelherbergjum og þarf þá að fá lyklaborð í gestamóttöku. Hægt er að komast á internetið í fjölmörgum leikja/spilasölum út um allan bæ.

VATNVatnið hér er drykkjarhæft og óhætt til matreiðslu en ekkert sérstaklega gott á bragðið og mælum við með að fólk kaupi

COSTA BRAVA

9

Page 10: Costa Brava

sér vatn í matvöruverslunum til drykkjar. Drykkjarvatnið fæst í öllum matvöruverslunum og oftast er selt vatn út af veitingastöðum. Vatnið heitir á spænsku: “Agua mineral natural”/ “Agua manantial”. Athugið að auka þarf daglega vatnsdrykkju þegar komið er til sólarlanda.

VERSLANIRÍ Lloret de Mar er hægt að fá allar nauðsynjar á svæðinu og úrval er af apótekum, matvöruverslunum og minjabúðum. Helstu verslanir eins Zara, Mango og Desiqual eru á svæðinu. Stutt er einnig að fara inn til Barcelona eða í verslunarmiðstöðina Puntcentric í Girona.

ÞJÓFNAÐURVarist að hafa peningaveski í rass-eða brjóstvösum. Hengið ekki handtöskur á stólbak eða leggið þær frá ykkur. Forðist

einnig að skilja verðmæti eftir í bíl sem þið eruð með á leigu. Takið ekki með ykkur verðmæti á ströndina og passið eigur ykkar alltaf vel. Geymið PIN númer kredit-eða debetkorta aldrei á sama stað og kortin. Mælt er með því að hótelgestir leigi öryggishólf og geymi öll verðmæti og vegabréf í þeim.

ÞJÓRFÉÞað er siður á Spáni að gefa þjórfé, ef gestir eru ánægðir með þjónustuna. Ef þið eruð ánægð með þjónustu á veitingastöðum er til siðs að gefa 5-7% í þjórfé. Herbergisþernum er ágætt að gefa 5 € á viku. Rútubílstjórum er ágætt að gefa 1-2 € fyrir heilsdagsferð.

ÞORSTINauðsynlegt er að drekka meira en maður gerir alla jafna heima á Íslandi vegna útgufunar vatns vegna hitans. Vatn svalar

10

COSTA BRAVA

Page 11: Costa Brava

þorstanum best. Góð regla er að vera alltaf með vatnsflösku í töskunni og sérstaklega er nauðsynlegt að passa upp á börnin. Rjómaís og ávaxtaklakar svala ekki þorstanum, heldur auka hann. Maginn fær létt sjokk þegar ískaldir drykkir koma í líkama sem er gegnheitur af sólböðum. Íbúar í suðurálfu nota heita drykki, kaffi eða te, jöfnum höndum til þess að svala þorstanum. Athugið að áfengir drykkir auka vökvatapið.

ÞRIF Á HÓTELHERBERGJUMRæstingafólk sjá um að þrífa borð og gólf, búa um rúm, taka rusl og skipta á sængurfötum og handklæðum, annað er ekki í þeirra verkahring. Ræstingafólk eiga ekki að taka til í íbúðinni og ekki að vaska upp. Ef skór, föt eða annað dót er á gólfum er þeim gert erfiðara fyrir með þrifin. Ef drasl á gólfum er yfirgengilega mikið ber þeim engin skylda að þrífa þau.

ÖRYGGISHÓLFHeita CAJA FUERTE á spænsku. Við viljum benda farþegum okkar á að leigja öryggishólf. Tryggingagjald fæst endurgreitt þegar lykli er skilað og kvittun sýnd. Hafið samband við gestamóttöku.

Vonum að þið eigið ánægjulega daga hér á Costa Brava. Starfsfólk Úrvals Útsýnar, Sumarferða og Plúsferða.

COSTA BRAVA

11

Page 12: Costa Brava